Sigga Björg Sigurðardóttir: Útjaðar
Portfolio Gallery Hverfisgata 71, Reykjavík, IcelandÚtjaðarinn, jaðar myndflatarins, jaðar augnsviðsins, jaðar hins útskýranlega og þess skynjanlega. Jaðar hlutanna markar þá sýn er liggur til grundvallar þeirri sjónupplifun sem við höfum skilningarvit til að nema. Jaðarinn ber líka í sér þætti sem ekki eru augsýnilegir og liggja utan þeirra fimm skilningarvita sem algengast er að skilgreina mannskepnuna með. Það fer eftir …