
- This event has passed.
high tide – low tide
10 September, 2022–6 November, 2022

This year’s autumn exhibition at Hafnarborg is high tide – low tide, curated by Sigrún Alba Sigurðardóttir. The focus of the exhibition will be on the seaboard, both grand in scale and home to little lifeforms, delicate flora and diverse rock formations. There, the large and fierce clashes with the small and fragile, as the waves crash relentlessly on the shore.
At the exhibition, the seaboard will be viewed through the work of artists from different countries, whose culture and economy are greatly shaped by the seaboard and the ocean. Throughout history, those that live near the coast have in large part based their livelihood on the proximity to the ocean, where the shoreline marks a clear border, in addition to being a bridge to other worlds. The seaboard can thus play a part in elucidating the complex positions and responsibilities mankind has towards nature in the Anthropocene.
In relation to climate change, one might view the seaboard as an area of conflict or battleground. Rising sea levels have an immediate effect on the seaboard – life at the coast will change as global temperatures continue to rise and this may even force humans to resettle in new places en masse. The exhibition will then call attention to the tenuous yet precious relationship we have with nature, in the hope of moving viewers and causing visitors to rethink their own position towards the seaboard in a whole new light.
The participating artists are Alda Mohr Eyðunardóttir, Anna Rún Tryggvadóttir, Pétur Thomsen, Stuart Richardson, Studio ThinkingHand (Rhoda Thing and Mikkel Dahlin Bojesen) and Tadashi Ono.
Sigrún Alba Sigurðardóttir is an independent curator, having previously curated exhibitions at the National Gallery of Iceland, the LÁ Art Museum, the Reykjavík Museum of Photography and the National Museum of Iceland. She is currently working on an exhibition based on collaboration between Fotografisk Center, Denmark, Landskrona Foto, Sweden, Northern Photographic Center, Finland, and the Akureyri Art Museum, Iceland. This exhibition is set to open in Copenhagen in January 2022.
Sigrún Alba is a teacher of art history at the University of Iceland, as well as teaching at the design department of the Iceland University of the Arts. She has published seven books and a number of academic papers, on Icelandic art and photography in particular.

Haustsýning Hafnarborgar í ár er flæðir að – flæðir frá í sýningarstjórn Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur. Á sýningunni verður sjónum beint að strandlengjunni, sem er jafnt stórbrotin og uppfull af smáum lífverum, viðkvæmum gróðri og fjölbreyttum steinategundum. Takast þar á hið stóra og ofsafengna, hið smáa og viðkvæma, er öldurnar skella með krafti á ströndinni.
Á sýningunni verður strandlengjan skoðuð í gegnum verk listamanna frá ólíkum löndum þar sem sjórinn og strandlengjan mótar bæði menningu og atvinnulíf. Íbúar við sjávarsíðuna hafa í gegnum aldirnar byggt lífsviðurværi sitt að stórum hluta á nálægðinni við hafið en ströndin skilgreinir bæði mörk heimsins fyrir íbúana og er tenging þeirra við aðra heima.
Hlutverk strandlengjunnar í þessu sambandi kann því að varpa ljósi á margvísleg viðhorf til umhverfisins, ábyrgð og stöðu mannsins í náttúrunni á mannöld.
Á tímum loftslagsbreytinga má líta á strandlengjuna sem eins konar átakasvæði. Hækkandi sjávarborð hefur bein áhrif á strandlengjuna – lífverur við ströndina eiga eftir að hverfa og aðrar nema land með hækkandi hitastigi og svo getur farið að hugsa þurfi byggð og búsetu við sjóinn út frá nýjum forsendum. Þá mun sýningin draga fram hversu samlíf okkar við náttúruna er viðkvæmt og dýrmætt, í þeirri von að hreyfa við áhorfendum og fá gesti til að hugsa um viðhorf sitt til strandlengjunnar á nýjan hátt og í nýju samhengi.
Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru Alda Mohr Eyðunardóttir, Anna Rún Tryggvadóttir, Pétur Thomsen, Stuart Richardson, Studio ThinkingHand (Rhoda Thing og Mikkel Dahlin Bojesen) og Tadashi Ono.
Sigrún Alba Sigurðardóttir er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri en hún hefur sett upp sýningar í Listasafni Íslands, Listasafni Árnesinga, Ljósmyndasafni Reykjavíkur og Þjóðminjasafni Íslands. Þá vinnur hún nú að sýningu í samstarfi við Fotografisk Center í Danmörku, Landskrona Foto í Svíþjóð, Northern Photographic Center í Finnlandi og Listasafn Akureyrar. Sigrún Alba er stundakennari í listfræði við Háskóla Íslands og við hönnunardeild Listaháskóla Íslands. Hún hefur gefið út sjö bækur og fjölda fræðigreina, m.
a. um íslenska myndlist og ljósmyndun.