Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Flauelshryðjuverk – Rússland Pussy Riot

24 November, 202229 January, 2023

Kling & Bang kynnir fyrstu yfirlitssýningu sem gerð hefur verið á pólitískum mótmælagjörningum femínsta listahópsins Pussy Riot í Rússlandi.

Þegar Pussy Riot framdi gjörning sinn “Pönkbæn: María Mey, hrektu Pútín á brott” í kirkju Krists í Moskvu árið 2012 kallaði andlegur ráðgjafi Pútíns, Tikhon Shevkunov biskup, það „flauelshryðjuverk“.

Á sýningunni verða gjörningar þeirra sem við þekkjum úr heimsfréttunum, auk fjölda lítið þekktra gjörninga sem þær hafa framið jafnt og þétt í Rússlandi og nágrenni undanfarinn áratug, og nýtt myndbandsverk sem tekið var upp í Reykjavík. Verkin spretta af brýnni þörf til að gera listræna uppreisn gegn kaldranalegu alræði.

Sýningin í Kling & Bang er gerð með Mariu (Möshu) Alyokhina, lykilmeðlim í Pussy Riot, og gefur þar að líta skrásetningar af gjörningum aðgerðasinnanna frá upphafi hreyfingarinnar árið 2011 til dagsins í dag. Gjörningarnir eru sýndir í samhengi – aðdragandi, gjörningur, viðbrögð – og varpa þannig ljósi á kúgun og hörku einræðisins sem hefur stigmagnast í Rússlandi síðustu tíu árin.

Details

Start:
24 November, 2022
End:
29 January, 2023
Event Tags:
, ,
Website:
http://this.is/klingogbang/index.php?lang=is&

Venue

Kling & Bang
The Marshall House, Grandagarður 20
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website