Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Ásmundur Sveinsson and Rósa Gísladóttir

26 February, 202228 August, 2022

Rósa Gísladóttir exhibits her work in a conversation with the work of Ásmundur Sveinsson. Sculptors from different periods meet in dialogue that offers a new insight into Ásmundur’s heritage and introduces new works by a contemporary artist to the viewers.

In her career, Rósa has worked with various materials but she is best known for plaster sculptures which have taken on different shapes and sizes throughout her career. She often works with artistic references to architecture and cultural history and will utilise Ásmundarsafn, the museum building itself, as a sculpture. Ásmundur built “The Dome Building” at Sigtún in a few stages between 1942 and 1959. It was his home and his studio, and here the studio atmosphere from both Ásmundur and Rósa will meet and become visible.

Rósa Gísladóttir (b. 1957) studied art in Germany, England and Iceland. Her work has been exhibited widely in Iceland and abroad, including in Scandinavia House in New York, Saatchi Gallery in London, Reykjavík Art Museum, Hafnarborg Centre of Culture and Fine Art, LÁ Art Museum and Berg Contemporary. In 2020, Rósa became the first recipient of the Gerður Award, given to an outstanding sculptor.

Ásmundur Sveinsson (1893-1982) was among the pioneers of Icelandic sculpture and one of the artists who introduced new art ideas to Icelanders in the 20th century. Ásmundur was inspired by Icelandic folktales and myths, but he also drew a lot from the society and technological advances of his time. Ásmundur’s work can be found in public places all over the country and are prominent in Reykjavík. He stayed true to his opinion that the art should be for the people and belonged with the people.

Ásmundur left his works and his home to the city of Reykjavík. Ásmundarsafn at Sigtún was formally opened in spring 1983 and has hosted diverse exhibitions.

Curators:
Aldís Snorradóttir
Edda Halldórsdóttir

Rósa Gísladóttir sýnir verk sín í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar. Myndhöggvarar tveggja tíma mætast í samtali sem veitir nýja sýn á arfleifð Ásmundar ásamt því að kynna fyrir gestum ný verk starfandi listamanns.

Rósa hefur á ferli sínum fengist við ýmsan efnivið en hún er þekktust fyrir gifsskúlptúra sem hafa tekið á sig ólík form og stærðir í gegnum tíðina. Í verkum sínum vinnur Rósa gjarnan með listrænar tilvísanir í arkitektúr og menningarsöguna og mun vinna með Ásmundarsafn sjálft sem skúlptúr. Ásmundur reisti „kúluhúsið“ við Sigtún í nokkrum áföngum á árunum 1942-59. Hann hafði þar heimili og vinnustofu og mun vinnustofustemmning þeirra beggja, Ásmundar og Rósu, mætast og vera gerð sýnileg.

Rósa Gísladóttir (f. 1957) nam myndlist í Þýskalandi, Bretlandi og á Íslandi. Verk hennar hafa verið sýnd víða hérlendis og erlendis, þar á meðal í Scandinavia House í New York, Saatchi Gallery í London, Listasafni Reykjavíkur, Hafnarborg, Listasafni Árnesinga og Berg Contemporary. Árið 2020 var Rósa fyrsti handhafi Gerðarverðlaunanna sem eru veitt framúrskarandi myndlistarmanni sem vinnur í skúlptúr og rýmisverk.

Ásmundur Sveinsson (1893–1982) var á meðal frumkvöðla íslenskrar höggmyndalistar og einn þeirra sem kynntu fyrir Íslendingum nýjar hugmyndir í myndlist 20. aldar. Ásmundur sótti innblástur í íslenskar sagnir og þjóðtrú en samfélagið og tækniframfarir 20. aldar voru honum einnig ríkuleg uppspretta hugmynda. Verk Ásmundar eru á opinberum stöðum víða um land og setja svip sinn á Reykjavík. Hann hélt alla tíð tryggð við þá afstöðu að listin ætti erindi til fólksins og ætti heima á meðal þess. Ásmundur ánafnaði Reykjavíkurborg verk sín ásamt heimili sínu eftir sinn dag. Ásmundarsafn við Sigtún var opnað formlega vorið 1983 og þar hafa verið settar upp fjölbreyttar sýningar.

Sýningarstjórar:

Aldís Snorradóttir
Edda Halldórsdóttir