
- This event has passed.
Hamraborg festival 2023 – 23. – 30. ágúst
23 August, 2023–30 August, 2023

Hamraborg Festival er árleg hátíð sem haldin hefur verið frá árinu 2021 en á hátíðinni er lögð áhersla á myndlist, staðbundin verk (e. site specific), gjörningalist og þátttöku nærumhverfisins. Hátíðin spratt út frá sýningarrýminu Midpunkt sem rekið hefur verið af listamönnum í Hamraborg síðan 2018. Hátíðin er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs.
Í ár taka yfir 30 listamenn þátt í hátíðinni en þar á meðal eru myndlistarmenn, sviðslistafólk, hljómsveitir og myndasöguhöfundar. Þáttakendur hátíðarinnar í ár koma víða að en hingað til lands er von á listamönnum frá m.a. Japan, Finnlandi og Póllandi sem koma hingað sérstaklega til að taka þátt í hátíðinni. Meðal þeirra listamanna sem taka þátt eru Úlfur Eldjárn, Ásrún Magnúsdóttir & Benni Hemm Hemm, Mio Hanaoka and Onirisme Collectif (Japan), Elísabet Birta Sveinsdóttir, Egill Logi Jónasson, Miukki Kekkonen (Finland) og Fræbbblarnir.
Viðburðir hátíðarinnar í ár eru með einstaklega fjölbreyttu sniði en í dagskránni má meðal annars finna myndlistarsýningar, kórverk, finnska myndasögusýningu og tónleika. Einn viðamesti viðburður hátíðarinnar í ár er samstarfsverkefni sex japanskra og íslenskra listamanna undir formerkjum Onirisme Collectif sem er næturlangur gjörningur þar sem áhorfendum er boðið í sameiginlega draumaupplifun. Samhliða hátíðinni verða einnig haldnar vinnusmiðjur sem höfða til allra aldurshópa m.a. smiðja skynjunarleikir fyrir börn, matreiðslusmiðja þar sem hráefni úr Hambraborg eru nýtt og myndasögudagbókasmiðja.