
- This event has passed.
Homing the Home
6 May, 2023–26 May, 2023

For the inaugural exhibition of Annabelle’s home Styrmir Örn Guðmundsson encloses the space. His wallpaper “Subliminal Playground” is doing the ‘homing’, evoking movement and offering imagination. It “homes” while providing the interior for his three large scale drawings. A premiere for Iceland, his drawings refer to motifs relating to the Icelandic landscape and his own personal mythology. The works in the exhibition are dedicated to Styrmir’s teacher, Paul van den Berg from the Gerrit Rietveld Academy in Amsterdam.
Atagata explores multi-dimensions and uses enchantment as she is led by her inner eye to activate the inner light. This light or unconstrained energies are channeled from the position of her hand-made ceremonial carpets. Atagata will perform in collaboration with Styrmir on the opening.
Annabelle’s home is a new project space opening in Reykjavík. As we experience the Copernican trauma of AI, Annabelle’s home will offer a series of exhibitions that explore empathy, connectedness and spirituality. To home or “að Heima” is a working concept for the exhibition space, for the production of and, inevitable for the experience of art.

Í maí mun Annabelle’s Home hýsa sýningar og viðburði sem tileinkaðir eru hugmyndinni um „að heima“ í íbúðarhúsnæði. Hugtakið „að heima“ má skilja sem „að heima sjálfan sig“. Hugmyndin um hvar við eigum heima er sveipuð fortíðarþrá; þetta er staður sem við getum aldrei snúið aftur á þar sem við breytumst í hvert skipti sem við yfirgefum hann. Að heima er því eitthvað sem við gerum til að finna fyrir tengslum og öryggi. „Að heima“ er hugtak í vinnslu í sýningarrýminu, fyrir sköpun listar og óumflýjanlega fyrir upplifun á henni. Annabelle’s Home er staður þar sem við skoðum hvernig hægt er að nota list sem tól til að auka félagslegt og tilfinningalegt læsi.
Á opnunarsýningu „Homing the home“ umlykur list Styrmis Arnar Guðmundssonar rýmið. Veggfóðrið hans „Subliminal Playground“ sér hér um að „heima“, þar sem það vekur tilfinningu af hreyfingu og ímyndun. Veggfóðrið skapar bakgrunn fyrir verkin hans. Það „heimar“ en skapar jafnframt innra byrðið fyrir þrjár stórar teikningar gerðar af Styrmi. Teikningarnar eru frumraun hans á Íslandi og vísa þær til mótífa sem tengjast íslensku landslagi ásamt hans eigin innra landslagi. Verk sýningarinnar tileinkar Styrmir kennara sýnum, Paul van den Berg, úr listaakademíunni Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam.
Við vígsluna á Annabelle’s Home mun Atagata, sem rannsakar fjölvíddir, nota hrifningarmátt þar sem þriðja augað vísar veginn. Í samstarfi við Styrmi Örn Guðmundsson lýsir töfrandi tónlist Atagata upp huga okkar með guðdómlegu ljósi. Ljósið og óþvinguð orkan leiðir frá teppagáttum handofnum af henni. Listamennirnir tveir flytja gjörning sinn á opnunarkvöldinu.