Sigurjón Ólafsson: Sjón er sögu ríkari

Sigurjón Ólafsson Museum Laugarnestangi 70, Reykjavík, Iceland

Sýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar, SJÓN ER SÖGU RÍKARI verður opnuð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, laugardaginn 19.október kl. 15. Á sýningunni eru fjölbreytt verk eftir Sigurjón sem hann gerði á árunum 1933 – 1982. Þetta eru natúralísk verk, abstraktsjón og frumdrög að nokkrum lykilverkum listamannsins sem hafa verið stækkuð og staðsett í opinberum rýmum svo …

Sigurjón Ólafsson: Sjón er sögu ríkari Read More »

Halló, geimur

The National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík, Iceland

Fjarlægar víðáttur í óendanlegum alheiminum hafa frá upphafi verið manninum hugleiknar og í aldanna rás hafa listamenn túlkað og tekist á við hugmyndir sínar um geiminn og miðlað þeim með fjölbreyttum hætti. Á sýningunni Halló, geimur er skyggnst inn í undraveröld himingeimsins með hjálp listaverka í safneign Listasafns Íslands. Framúrstefnuleg verk Finns Jónssonar, sem fyrstur …

Halló, geimur Read More »

Fjársjóður þjóðar

The House of Collections Hverfisgata 15, Reykjavík, Iceland

Listasafn Íslands sýnir perlur íslenskrar listasögu í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Í húsinu er að finna listaverk frá síðari hluta 19. aldar til dagsins í dag sem endurspegla fjölbreytt viðfangsefni listamanna og gefst gestum hússins kærkomið tækifæri til að skoða mörg af helstu listaverkum þjóðarinnar. Þann 1. mars 2021 var Safnahúsið afhent Listasafni Íslands. Það er …

Fjársjóður þjóðar Read More »

Sviðsett augnablik

The National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík, Iceland

Sýningin Sviðsett augnablik varpar ljósi á einn fjölbreyttasta safnkostinn í safneign Listasafns Íslands sem er ljósmyndin. Verkin spanna tímabilið frá áttunda áratug síðustu aldar til dagsins í dag. Staða ljósmyndunar sem listgreinar hefur eflst á síðastliðnum áratugum en lengi vel naut ljósmyndin ekki viðurkenningar sem fullgilt listaverk vegna fjölföldunareiginleika sem þóttu stangast á við hið …

Sviðsett augnablik Read More »

Viðnám

The National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík, Iceland

Sýningin Viðnám er þverfagleg sýning sem brúar bilið milli myndlistar og vísinda. Verkin á sýningunni eru lykilverk í eigu Listasafns Íslands sem skapa áhugavert samtal myndlistarinnar við vísindaleg málefni og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Líta má á orðið viðnám út frá eðlisfræði. Það er samheiti orðsins rafmótstaða, sem er tregða rafleiðara við að flytja rafstraum. Viðnám getur …

Viðnám Read More »

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir: Ekkert er víst nema að allt breytist

The National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík, Iceland

Sýninguna Ekkert er víst nema að allt breytist má skoða sem hugleiðingu og jafnvel óð listakonunnar til þeirrar kerfishugsunar sem einkennt hefur verk hennar til þessa en þó í víðara samhengi. Samhliða þróun á eigin hugmyndakerfi beinir Ingunn nú einnig sjónum sínum að þeim tæknilegu og hugmyndafræðilegu kerfum sem stýra, leynt og ljóst, mannfólkinu og …

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir: Ekkert er víst nema að allt breytist Read More »

Margrét H. Blöndal: Liðamót

The National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík, Iceland

Sýningin Liðamót / Ode to Join samanstendur annars vegar af teikningum gerðum með olíu og litadufti og hins vegar þrívíðum verkum sem Margrét H. Blöndal mun vinna beint inn í rými sýningarsalarins. Heiti sýningarinnar Liðamót  vísar í þá staðreynd að þar sem þrír eða fleiri liðir koma saman verður til hreyfing. Í verkum Margrétar mótast …

Margrét H. Blöndal: Liðamót Read More »

Skartgripir Dieters Roth

The National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík, Iceland

Dieter Roth (1930—1998) var í senn brautryðjandi sem virti engar takmarkanir, hugsuður, frumkvöðull, skáld, tónlistarmaður, kvikmyndagerðarmaður og myndlistarmaður. Færri vita að hann vakti jafnframt athygli fyrir nýstárlega skartgripasmíði sem hann hóf að fást við á Íslandi seint á sjötta áratug síðustu aldar. Fyrstu skartgripirnir sem Dieter hannaði voru unnir í samstarfi við konu hans, Sigríði …

Skartgripir Dieters Roth Read More »

Zanele Muholi

The National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík, Iceland

Hér er á ferðinni stórsýning á verkum eins athyglisverðasta samtímaljósmyndara og aktívista í heiminum í dag, Zanele Muholi (f. 1972) frá Suður-Afríku. Áhrifamiklar myndir Muholi varpa ljósi á sögu og réttindabaráttu svarts hinsegin fólks í heimalandi listamannsins. Þar gefur Muholi þeim rödd sem daglega þurfa að berjast til að öðlast viðurkenningu samfélagsins á sjálfsmynd sinni. …

Zanele Muholi Read More »

Einkasafnið

The National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík, Iceland

Í upphafi árs 2022 var listaverkasafn hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar, sem kenndur var við Síld og fisk, afhent Listasafni Íslands til framtíðarvörslu. Safnið, sem samanstendur meðal annars af málverkum, teikningum, grafíkverkum, höggmyndum og lágmyndum, er með stærstu einkasöfnum hér á landi og telur um 1400 verk eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinnar. Þar …

Einkasafnið Read More »

Sigtryggur Bjarni Baldvinsson: Fram fjörðinn, seint um haust

The National Gallery of Iceland Fríkirkjuvegur 7, Reykjavík, Iceland

Sýningin Fram fjörðinn, seint um haust samanstendur af stórum vatnslitaverkum máluðum á síðustu tveimur árum þar sem lífríki Héðinsfjarðar seint um haust er aðalviðfangsefni listamannsins Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar. Undanfarin 17 ár hefur vaxandi hluti verka Sigtryggs átt uppruna sinn í Héðinsfirði, eyðifirði sem liggur á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar á Tröllaskaga, þar sem listamaðurinn hefur …

Sigtryggur Bjarni Baldvinsson: Fram fjörðinn, seint um haust Read More »