Regina Magdalena: Gáttir

SÍM Gallery Hafnarstræti 16, Reykjavík, Iceland

Laugardaginn 11. september opnar Regina Magdalena einkasýningu í Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum sem stendur til sunnudagsins 26. september. Verkin á sýningunni eiga sér uppruna í dulúðlegum upplifunum hversdagsleikans og hvetja okkur til að gægjast undir yfirborðið. Yfirlitssýningin samanstendur af olíumálverkum, teikningum, textum og videoverkum. Opnunartími: Fimmtudaga og föstudaga kl. 15:00–18:00 Laugardaga og sunnudaga kl. 14:00–18:00