Kees Visser: Önnur sýning

Outvert Art Space Aðalstræti 22, Ísafjörður, Iceland

Laugardaginn 28. ágúst kl. 16 verður opnun sýning á verkum Kees Visser í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið ,,ÖNNUR SÝNING‘‘ en Kees Visser hélt síðast einkasýningu í þessu sama rými árið 1990 sem Myndlistarfélagið á Ísafirði rak og hét þá Slunkaríki. Á sýningunni verða tíu nýleg verk, blýantsteikning með bleki og vatnslitum og akrýlmálverk …

Kees Visser: Önnur sýning Read More »

Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað?

LÁ Art Museum Austurmörk 21, Hveragerði, Iceland

Tengslamyndun milli austurs og norðurs. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var framúrstefnulistamönnum frá austantjaldsríkjunum mikið kappsmál að tengjast hinum vestræna listheimi. Á sama tíma var vettvangur íslenskrar samtíðarlistar að opnast upp, m.a. fyrir stefnum á borð við flúxus og póst-list. Það kom til vegna ört stækkandi tengslanets listamanna og gallería á borð við …

Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað? Read More »

1 h.v.: Kees Visser & Rúna Þorkelsdóttir

1 h.v. Gallery Langahlíð 19, Reykjavík, Iceland

Kees sýnir nokkur ný handarstór verk sem eru unnin með olíulit á japanskan pappír. Verk Rúnu eru frá 1986 - 2021 þau eru unnin í ýmis efni, brotið samlímt keramik, brauð, akrýl, olíu og texta. Verkin hafa ekki verið sýnd áður. Nýtt bókverk eftir listamennina var gefið út í tengslum við sýninguna. Myndlistarsjóður styrkti útgáfuna.