Eilíf endurkoma

Reykjavík Art Museum - Kjarvalsstaðir Flókagata 24,, Reykjavík, Iceland

Á þessari viðamiklu sýningu mynda verk Jóhannesar S. Kjarvals (1885-1972) þráð sem tengir tvenna tíma. Hér er verkum hans teflt fram ásamt verkum myndlistarmanna sem sett hafa svip sinn á íslenskt listalíf síðustu ár. Skömmu eftir andlát Kjarvals ritaði Björn Th. Björnsson (1922-2007) listfræðingur grein þar sem hann fjallar um framlag Kjarvals til íslenskrar listasögu …

Eilíf endurkoma Read More »

Guðrún Einarsdóttir: Efnislandslag

Listval Hverfisgata 4, Reykjavík, Iceland

Guðrún Einarsdóttir hefur skapað einstakan myndheim sem sóttur er í myndanir og form í kraftmikilli náttúru Íslands. Verk hennar líkjast óneitanlega landslagsmálverki, en þegar nær er komið sýna þau súrrealískan karakter með óhefðbundnum myndunum og dýpt lita. Innan marka strigans birtist á einstakan hátt hin gífurlega orka náttúrunnar þar sem efniviður málverksins, olían, bindi- og …

Guðrún Einarsdóttir: Efnislandslag Read More »

Guðrún Einarsdóttir: Málverk

Listval - GRANDI Hólmaslóð 6, Reykjavík, Iceland

Á sýningunni Málverk birtir Guðrún Einarsdóttir verk þar sem lífræn form, efniskennd og áferð eru allsráðandi. Á ferli sínum hefur Guðrún gert tilraunir með eiginleika olíunnar og þróað margs konar áferðir sem einkenna verk hennar. Úr verður einstakur myndheimur sem vísar í tilbrigði og form náttúrunnar, nokkurs konar efnislandslag á striga, eins og listamaðurinn segir sjálfur …

Guðrún Einarsdóttir: Málverk Read More »