Takmarkanir

Listasafnið á Akureyri Kaupvangsstræti 8-12, Akureyri, Iceland

Samsýning norðlenskra myndlistarmanna Þetta er í fjórða sinn sem tvíæringur, sýning á verkum norðlenskra listamanna, er haldinn í Listasafninu á Akureyri. Að þessu sinni var unnið út frá þemanu takmarkanir, sem er augljóslega bein tilvísun í ástandið í heiminum þessi misserin. Listasafnið auglýsti eftir umsóknum um þátttöku í sýningunni og dómnefnd valdi verk eftir 17 ólíka listamenn …

Takmarkanir Read More »

A! Gjörningahátíð

Listasafnið á Akureyri Kaupvangsstræti 8-12, Akureyri, Iceland

A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega, nú í sjöunda sinn. Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Gilfélagsins, Listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á dagskránni. Þátttakendur A! Gjörningahátíðar eru ungir og upprennandi listamenn, …

A! Gjörningahátíð Read More »

SKAFL

Alþýðuhúsið / Kompan Þormóðsgata 13, Siglufjörður, Iceland

25. - 31. okt. Skafl. Listasmiðjan SKAFL fer fram í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í þriðja sinn með þátttöku listamanna með ólíkan bakgrunn í listum og nú í samstarfi vð Ljósastöðina. Fólk kemur saman víða að og vinnur í frjálsu flæði og þvert á listgreinar í nokkra daga. Smiðjan er hugsuð sem tilraunasmiðja og verða því …

SKAFL Read More »

Alter/Breyta

Skaftfell- Center for Visual Art Austurvegur 42, Seyðisfjörður, Iceland

Sýningin Alter / Breyta er samsýning fjögurra upprennandi myndlistarmanna sem eiga það sameiginlegt að hafa tiltölulega nýlega lokið námi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hópurinn var valinn í samvinnu með Bjarka Bragasyni, deildarforseta Myndlistardeildar LHÍ, og boðið að dvelja í þriggja vikna vinnustofudvöl í Skaftfelli þar sem þau fengu næði til að þróa tillögur sínar fyrir …

Alter/Breyta Read More »

Brák Jónsdóttir: Dýpra

Ásmundarsalur Freyjugata 41, Reykjavík, Iceland

Á sýningunni Dýpra | Deeper kannar Brák snertifleti blætismenningar og garðyrkju, manns og náttúru, sársauka og unaðar. Í þeim tilgangi að nálgast náttúruna á hátt sem ögrar hefðbundnum hugmyndum um hvernig menning og náttúra mætast. Sýningin byggir á rannsókn listamannsins á sambandi líkama og gróðurs. Brák leikur sér að hugmyndum garðyrkjunnar um beislun náttúrunnar innandyra …

Brák Jónsdóttir: Dýpra Read More »

Brák Jónsdóttir: Sé (að Nýp)

Nýp Project Space Guesthouse Nýp, Skardsströnd, Iceland

Ráfa, horfa, grípa, krafsa, skoða, pota, brenna, grafa, geyma, nota. Með verkinu Sé (að Nýp) vefur Brák Jónsdóttir saman þræði veruleika og ímyndunar við rannsókn á umhverfi sínu. Vísanir verksins í heim vísinda, safna, geymslu og myndlistar varpa ljósi á dvöl listamannsins að Nýp í aðdraganda að vinnslu verksins. Gler spilar stórt hlutverk í innsetningunni; …

Brák Jónsdóttir: Sé (að Nýp) Read More »

Anna Reutinger, Brák Jónsdóttir, Hugo Llanes og Sigurður Ámundason: Gottfariðillailla

The Living Art Museum Grandagarður 20, Reykjavík, Iceland

Sýningin leiðir saman verk listamannanna Anna Reutinger, Brákar Jónsdóttur, Hugo Llanes og Sigurðar Ámundasonar, sem hér sýna saman í fyrsta sinn. Gottfariðillailla sprettur upp úr þéttu samstarfi og tekur form sem einhvers konar samkomustaður, upphaf eða endastöð einbeitts en örlítið óreiðukennds samtals þar sem mismunandi raddir fléttast saman og hugmyndir mótast í leiðinni. Sýningin tekur …

Anna Reutinger, Brák Jónsdóttir, Hugo Llanes og Sigurður Ámundason: Gottfariðillailla Read More »