Andlit úr skýjum – mannamyndir Jóhannesar S. Kjarvals

Reykjavík Art Museum - Kjarvalsstaðir Flókagata 24,, Reykjavík, Iceland

Á gjörvöllum ferli sínum vann Kjarval mannamyndir og á þessari yfirgripsmiklu sýningu fá gestir að kynnast þeim. Hér eru olíumálverk af þekktu fólki frá öllum tímabilum, vatnslitamyndir af ítölsku fólki frá 1920, úrval blek- og túskteikninga frá 1928-30, rauðkrítarmyndir af fjölskyldu og nánum vinum og lítt þekktar andlitsmyndir frá seinni árum hans. Loks má geta …

Andlit úr skýjum – mannamyndir Jóhannesar S. Kjarvals Read More »

Guðrún Gunnarsdóttir: Línur, flækjur og allskonar

Reykjanes Art Museum Duusgata 2-8, Reykjanesbær, Iceland

Guðrún Gunnarsdóttir er frumkvöðull á sviði þráðlistar og gefur sýning hennar góða mynd af þróun listamannsins frá myndvefnaði á áttunda áratug síðustu aldar, til þrívíddarmynda sem einkenna myndlist hennar í dag. Þráðlist eins og sú sem Guðrún Gunnarsdóttir ástundar er ótvírætt þrívíddarlist í klassískum skilningi, þótt listakonan gangi í berhögg við ýmsar siðvenjur sem fylgt …

Guðrún Gunnarsdóttir: Línur, flækjur og allskonar Read More »