Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Zanele Muholi

15 October, 202212 February, 2023

Hér er á ferðinni stórsýning á verkum eins athyglisverðasta samtímaljósmyndara og aktívista í heiminum í dag, Zanele Muholi (f. 1972) frá Suður-Afríku. Áhrifamiklar myndir Muholi varpa ljósi á sögu og réttindabaráttu svarts hinsegin fólks í heimalandi listamannsins. Þar gefur Muholi þeim rödd sem daglega þurfa að berjast til að öðlast viðurkenningu samfélagsins á sjálfsmynd sinni.

Yfir hundrað ljósmyndir auk videoverka gefa innsýn í líf og samfélög jaðarsetts fólks, þar sem einlæg túlkun Muholi dregur sérstaklega fram þætti um kynja- og sjálfsmyndarpólitík, bönn, hatursglæpi og ofbeldi en einnig um stolt, mótstöðu, einingu og ást.

Sýningarstjórar: Harpa ÞórsdóttirVigdís Rún Jónsdóttir og Yasufumi Nakamori

The National Gallery of Iceland presents this major survey of the work of internationally-recognised South African photographer and visual activist Zanele Muholi (b. 1972). Muholi‘s powerful images capture the struggle for the rights of black lesbian, gay, bisexual, trans, queer and intersex people in the artist‘s home country. Muholi gives a voice to those who have to battle on a daily basis for recognition of their identity.

More than 100 photographs, together with video works, provide insight into these marginalised communities: Muholi‘s sincere view focusses especially on identity politics, prohibitions, hate crime and rape, but also on pride, resistance, unity and love.

Curators: Harpa Þórsdóttir, Vigdís Rún Jónsdóttir, Yasufumi Nakamori