Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Stitches and Threads

9 June, 202218 September, 2022

Stitches and Threads is an exhibition of works by contemporary Icelandic artists who embroider or make use of the needle and thread as a tool in their art. They either look to the past to work with the heritage of the craftsmanship and its tradition, or employ the needle as a tool in progressive experiments with other media. The exhibition includes new and recent works by a varied group of artists, both representatives of the younger generation, and artists who have made their mark on the Icelandic art scene. What they all share is that they have lovingly taken to the needle as an important tool in their artistic practices. The works reflect a vast range of subject matter, as they confront social issues alongside the poetic of everyday life and tenderness of nostalgia.

The sewing needle has long been a popular tool for art creation and decoration. Mainly by the hands of women who have sought to maintain traditional craft, along with the urge to develop new and creative ways to work with needle and thread. Embroidery, alongside carving, were by far the most common media for artists in Iceland during the 20th Century. Temporarily set aside for other techniques, it was renewed as part of the feminist revolution of the eighties and in the development of feminist art. Today we see even more diverse signs of the return to embroidery within the field of art, not only in Iceland, but internationally in contemporary art.

What sparks this increased interest and visibility? What motivates contemporary artists to take to the needle in making their work?

This exhibition takes viewers on a journey through this specific sub-discipline of textile art, where diversity and creative joy are prominent. The exhibition reflects the growing interest in handcrafts, in recent years it having become more common for artists around the world to use this traditional method to create diverse and exciting works of art.

Exhibiting artists include Agnes Ársælsdóttir, Anna Líndal, Anna Andrea Winther, Eirún Sigurðardóttir, Erla Þórarinsdóttir, Guðný Rósa Ingimarsdóttir, Guðrún Bergsdóttir, G.Erla – Guðrún Erla Geirsdóttir, James Merry, Kristinn G. Harðarson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Loji Höskuldsson, Petra Hjartardóttir and Rósa Sigrún Jónsdóttir.

The exhibition is a part of Reykjavík Arts Festival.

Curators: Birkir Karlsson, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

Spor og þræðir er sýning á verkum íslenskra samtímalistamanna sem sauma út eða nýta nál og þráð sem verkfæri við listsköpun sína. Þau líta ýmist til fortíðar og vinna með arfleifð handverks og hefðar, eða nýta nálina til þess að prófa sig áfram í framsæknum tilraunum í bland við aðra miðla. Á sýningunni eru ný og nýleg verk eftir fjölbreyttan hóp listamanna, bæði fulltrúa yngri kynslóðarinnar sem og reyndari listamenn sem þegar hafa sett mark sitt á íslenska myndlistarsenu. Þau eiga það öll sameiginlegt að hafa tekið ástfóstri við nálina sem verkfæri sem skipar veigamikinn þátt í listsköpun þeirra. Verkin endurspegla mikla breidd í inntaki, þar sem glímt er við djúpstæð samfélagsmein samhliða ljóðrænu hversdagsins og ljúfsárri nostalgíu.

Saumnálin hefur alla tíð verið vinsælt tól til listsköpunar og listskreytinga. Hún hefur einkum verið í höndum kvenna sem hafa lagt rækt við að viðhalda gömlum hefðum í handverki sem og þróað nýjar og skapandi leiðir til úrvinnslu með nál og þráð. Útsaumur var ásamt útskurði langalgengasti miðill listamanna á Íslandi fram að 20. öld. Þá vék hann tímabundið fyrir annarri tækni en gekk í endurnýjun lífdaga sem hluti af kvenréttindabaráttu 8. áratugarins og þróun femínískrar myndlistar. Í dag sjáum við enn fjölbreyttari merki um endurkomu útsaums inn á vettvang myndlistar, ekki bara hér á landi, heldur í alþjóðlegri samtímalist. Hvað veldur þessum aukna áhuga og sýnileika? Hvað knýr samtímalistamenn til þess að taka sér nál í hönd við gerð verka sinna?

Sýningin fer með áhorfendur í ferðalag um þessa sértæku undirgrein textíllistar þar sem fjölbreytileikinn og sköpunargleðin ráða ríkjum. Sýningin endurspeglar vaxandi áhuga á handverki, en á undanförnum árum hefur orðið algengara að listamenn víða um heim noti þessa hefðbundnu aðferð handverksins til að skapa fjölbreytt og spennandi listaverk.

Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík.

Sýningarstjórar: Birkir Karlsson, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir