
- This event has passed.
Sigurður Ámundason: What’s Up, Ave Maria?
21 May, 2022–21 August, 2022

If time is like a mountain that mankind climbs and climbs without ever reaching the top, art is that which we leave behind to mark the way along which we have already walked.
What will the wayposts of the year 2022 look like?
In these times which are defined by change, non-stop progress, information flow and self-branding, destruction and innovation, new opportunities and monopolies, revolutions and distrust. By resolutions and new beginnings. How can one possibly hold anything back when creating such a waypost?
Any type of creative medium never dies, for such a “death” would imply that art is dependent on public opinion, which would then imply that art should serve our preconceived notions, rather than pull us out of our comfort zone and make us see the world in a new light.
If the painting must be revived, we make paintings by drawing. If symbolism needs new symbols, then look around and see that symbols are to be found everywhere. If there are seemingly no more stories to tell, by all means we must not hold back.
Sigurður Ámundason graduated from the Department of Fine Art of the Iceland University of the Arts in 2012. Sigurður has had thirteen solo exhibitions so far, for example at Kling & Bang, Kunstschlager, Húsið in Patreksfjörður, Open, Ekkisens and Outvert Art Space. He has also participated in many group exhibitions, notably at the Reykjavík Art Museum, Hverfisgallerí, Gletta in Borgarfjörður eystri, Harbinger, Salts in Basel, Switzerland, and CHART Emerging in Copenhagen. He has worked as a teacher both at the Reykjavík School of Visual Art and the Iceland University of the Arts. In 2020, he received a nomination for the Motivational Award of the Icelandic Art Prize. Sigurður lives and works in Reykjavík.

Ef tíminn er eins og endalaust fjall sem mannkynið stanslaust klífur, þá er listin vörðurnar sem við skiljum eftir okkur til þess að marka hvar við vorum eitt sinn.
Hvernig munu vörður ársins 2022 vera?
Öld sem einkennist af breytingum, sífelldri þróun, upplýsingaflæði og sjálfsímyndarmótun, tortímingu og nýsköpun, tækifærum og einokun, byltingum og tortryggni. Endalokum og nýjum upphöfum. Hvernig er mögulega hægt að halda aftur af sér við sköpun slíkrar vörðu?
Engir miðlar deyja, því slíkur „dauði“ gefa í skyn að listin sé háð áliti almennings, sem aftur gefur í skyn að listin sé hér til þess þjóna fyrirframgefnum hugmyndum okkar í stað þess að raska þægindaramma okkar og kynna okkur fyrir heiminum á ný.
Ef málverkið þarfnast endurvakningar, þá teiknum við málverk. Ef symbólismi þarfnast nýrra tákna, þá lít og sjá, því þau eru hvarvetna. Ef búið er að segja allar sögur sem hægt er að segja, höldum þá ekki aftur af okkur.
Sigurður Ámundason útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2012. Sigurður hefur haldið þrettán einkasýningar, meðal annars í Kling & Bang, Kunstschlager, Húsinu á Patreksfirði, Open, Ekkisens og Úthverfu. Hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga, til dæmis á Kjarvalsstöðum, í Hverfisgallerí, Glettu á Borgarfirði eystra, Harbinger, Salts í Basel, Sviss, og CHART Emerging í Kaupmannahöfn. Hann hefur kennt í Myndlistaskólanum í Reykjavík og við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Árið 2020 hlaut hann tilnefningu til hvatningarverðlauna Íslensku myndlistarverðlaunanna. Sigðurður býr og starfar í Reykjavík.