Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Sequences XI: Get ekki séð — Frumspekivídd

15 October, 202326 November, 2023

Gangið inn í frumspekivíddina, heim þar sem línuleg og rökrétt sannindi eru dregin í efa. Leitin að nýjum formum og listræn landkönnun birtist í formi snúinnar rúmfræði, flæktra hnatta og dáleiðandi spírala. Hér byrjum við að má út mörk ímyndunar og veruleika, óvissu og vitneskju, til að vefa saman viðtekinn skilning á nauðsyn og möguleikum. Hugurinn verður að að skipta um gír, bæði á einstaklings- og samfélagsskala til þess að til verði pláss fyrir hið nýja – sem gæti allt eins verið löngu gleymdur sannleikur.

Sýningin sprettur úr myrkri sem umlykur. Hún hefst á þeirri tilfinningu að heimurinn sé að molna í höndum okkar, á meðan hvassviðrið þyrlar síðustu dropunum af dreggjum hans enn lengra.Við sjáum ekki sívaxandi ógn vistfræðilegrar eyðileggingar, rétt eins og við sjáum ekki mögulegar nýjar leiðir og líf sem gæti kviknað úr rústum gamla heimsins.

Get ekki séð er skipt í fjóra kafla sem veita innsýn í rýmin og andartökin sem mannlegt auga nemur yfirleitt ekki: allt frá hafsbotni og jarðlögunum að braki fortíðar og draumum um framtíðina. Sögurnar eru sagðar frá ýmsum sjónarhornum, allt frá blendingsfuglum að bakteríum, að sjávarlífverum, ævafornu tré eða óþreytandi vindinum. Markmiðið er að velta upp ólíkum leiðum til að sjá og upplifa heiminn og fjarlægjast þannig þau sjónarhorn sem við eigum að venjast. Teygjanlegur tími leyfir okkur að ferðast langt aftur í goðsagnakennda fortíð eða ímynda okkur ókomna framtíð.

Sýnendur: Agnes Denes, Daria Melnikova, Elo-Reet Järv, Gerður Helgadóttir, Ólöf Nordal, Zenta Logina

Sýningarstjórar: Marika Agu, Maria Arusoo, Kaarin Kivirähk, Sten Ojavee (Estonian Centre for Contemporary Art)

Details

Start:
15 October, 2023
End:
26 November, 2023
Event Tags:
,
Website:
https://www.listasafn.is/list/syningar/sequencesget-ekki-se%C3%B0---frumspekividdin/

Venue

Listasafn Íslands
Fríkirkjuvegur 7
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website