Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Resistance, Interplay of art and physics

28 April, 20222 February, 2023

Resistance is an interdisciplinary exhibition that bridges the gap between visual arts and science. The works on display are key works in the collection of the National Gallery of Iceland, that establish an interesting dialogue between art and science and the United Nations Sustainable Development Goals.

The word Resistance may be read in the context of physics: the measure of a conductive material’s opposition to current flow. Resistance can also signify opposition to consumption, which responsible citizens must learn to take onboard. In addition, Resistance also references essential action against climate change and global warming. The arts offer people an opportunity to be influenced, as art can touch the emotions. Works of art can raise issues which urge the observer to ask him/herself urgent questions. An artistic approach can alter the way people experience the world around them. And artists work with such factors as taste, perception, emotion, conviction, values and identity, that are important for a society in the process of formation. Art can also invigorate the human mind, and show the observer a diversity of viewpoints, leading them to re-examine their ideas about the world. Addressing matters of nature from various sides facilitates change, and the evolution of values that is vital on the journey towards a sustainable society. Where all the elements are unique, we think things through to the end, reflect, and construct a new understanding.

Clearly, a concerted effort is required in order to attain the United Nations Sustainable Development Goals by 2030. That entails integration, activation and creation of diverse knowledge and perspectives. It demands active participation by all, and multifarious approaches. Unsustainable consumption by the public is a major problem in society. We must reconsider our patterns of consumption, and resist excess.

Nothing in the world is separate. Every single thing is a link in a chain, connected to all the other links. This global chain must remain intact. Chain reactions unite all things and processes into one whole, thus establishing the premises for equilibrium. Everything in the world, including the human body, is made up of energy, which bonds and unites in closed cycles. The world’s ecosystem is contingent upon powers connected by chain reactions, like the cogwheels of a clockwork mechanism. If one of the cogwheels is irreversibly damaged, the equilibrium will also be irreversibly disrupted. Energy is the foundation of all matter, and affects everything else. The energy that forms one human being also forms all other living things.  Energy is in constant flow and always changing. Speed relates to that energy, and is also variable. We are all bound together, and our feelings give rise to a resonance that affects everything and everyone. All energy on earth is subject to similar natural laws, although its character may differ. Connections, chaos, order, rhythm, volatility, eternality and linkage are all qualities that relate to the earth’s energy field.

Artists

Davíð Örn Halldórsson

Dodda Maggý

Eirún Sigurðardóttir

Erla Þórarinsdóttir

Eyborg Guðmundsdóttir

Finnur Jónsson

Gerður Helgadóttir

Guðmunda Andrésdóttir

Jóhannes Kjarval

Karl Kvaran

Kristinn Hrafnsson

Kristján Guðmundsson

Magnús Helgason

Ransu

Sigrid Vadingojer

Sigurður Árni Sigurðsson

Tumi Magnússon

Þorvaldur Skúlason

 

Chief Curator: Ásthildur Jónsdóttir

Curatorial Team: Ásthildur Jónsdóttir, Dagný Heiðdal, Guðrún Jóna Halldórsdóttir, Ragnheiður Vignisdóttir, Harpa Þórsdóttir

Sýningin Viðnám er þverfagleg sýning sem brúar bilið milli myndlistar og vísinda. Verkin á sýningunni eru lykilverk í eigu Listasafns Íslands sem skapa áhugavert samtal myndlistarinnar við vísindaleg málefni og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Líta má á orðið viðnám út frá eðlisfræði. Það er samheiti orðsins rafmótstaða, sem er tregða rafleiðara við að flytja rafstraum. Viðnám getur einnig vísað til viðspyrnu við neyslu sem ábyrgir þegnar verða að tileinka sér. Auk þess vísar viðnám til þeirrar mikilvægu mótstöðu sem við verðum að beita gegn hlýnun jarðar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Listir gefa fólki tækifæri til að verða fyrir áhrifum, því listir geta snert við tilfinningum. Listaverk geta vakið upp spurningar sem hvetja áhorfendur til að spyrja sig knýjandi spurninga. Listræn nálgun getur breytt því hvernig fólk upplifir heiminn í kringum sig. Listamenn vinna auk þess með þætti eins og smekk, skynjun, tilfinningar, sannfæringu, gildi og sjálfsmyndina sem er mikilvæg í samfélagi í mótun. List er líka fær um að efla huga mannsins og sýna áhorfandanum fjölbreytt  sjónarhorn og fá hann til að endurskoða eigin hugmyndir um heiminn. Að fjalla um málefni náttúrunnar frá ólíkum  hliðum auðveldar breytingar og þróun  gildismats sem er nauðsynlegt í ferðalaginu að sjálfbæru samfélagi. Þar sem allar aðstæður eru einstakar hugsum við hlutina til enda, endurspeglum og byggjum upp nýjan skilning.

Það er ljóst að það krefst sameiginlegs átaks að ná sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2030.  Það felur í sér að samþætta, virkja og skapa fjölbreytta þekkingu og sjónarmið. Það krefst virkrar þátttöku allra og fjölbreyttra nálgana. Ósjálfbær ofneysla almennings er stórt vandamál í samfélaginu. Við verðum að taka neysluvenjur okkar til endurskoðunar og veita ofneyslu viðnám.

Ekkert í heiminum stendur eitt og sér. Sérhver hlutur er hlekkur í keðju og er þannig tengdur öllum hinum hlekkjunum. Þessi keðja alheimsins verður að haldast órofin. Keðjuverkunin sameinar alla hluti og ferli í eina heild og skapar þannig forsendur fyrir jafnvægi. Allir hlutir í alheiminum, þar á meðal mannslíkaminn, eru samsettir úr orku, sem tengist og kemur saman í lokuðum hringrásum. Lífríki jarðarinnar er háð keðjuverkandi öflum sem tengjast saman eins og gangverk tannhjóla. Ef eitt tannhjólanna verður fyrir varanlegu hnjaski, þá raskast jafnvægið sömuleiðis varanlega. Orka er undirstaða alls efnis og hefur áhrif á allt annað. Sú orka sem skapar eina manneskju, skapar einnig allar aðrar lífverur. Orka er alltaf flæðandi og síbreytileg. Hraðinn er tengdur þessari orku og er einnig breytilegur. Við erum öll samtengd og tilfinningar okkar skapa ómun sem hefur áhrif á allt og alla aðra. Öll orkan á jörðinni byggir á sambærilegum lögmálum þó svo að hún geti haft skýr sérkenni. Tengingar, óreiða, regla, hrynjandi, síbreytileiki, óendanleiki og samtengingar eru allt eiginleikar sem tengjast orkusviði jarðar.

 

Listamenn sem eiga verk á sýningunni

Davíð Örn Halldórsson

Dodda Maggý

Eirún Sigurðardóttir

Erla Þórarinsdóttir

Eyborg Guðmundsdóttir

Finnur Jónsson

Gerður Helgadóttir

Guðmunda Andrésdóttir

Jóhannes Kjarval

Karl Kvaran

Kristinn Hrafnsson

Kristján Guðmundsson

Magnús Helgason

Ransu

Sigrid Vadingojer

Sigurður Árni Sigurðsson

Tumi Magnússon

Þorvaldur Skúlason

 

Sýningarhöfundur: Ásthildur Jónsdóttir

Sýningarteymi: Ásthildur Jónsdóttir, Dagný Heiðdal, Guðrún Jóna Halldórsdóttir, Ragnheiður Vignisdóttir, Harpa Þórsdóttir