Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Kristján Steingrímur: Héðan og þaðan

21 January, 202325 February, 2023

Ummerki mannaldar í litbrigðum jarðarinnar
Steingrátt, okkurgult, ryðrautt, – jarðefnin í málverkum Kristjáns Steingríms minna á að listamenn hafa gert tilraunir með leir og steinefni frá örófi alda. Elstu hellamálarar notuðu okkur, umber, sienna, manganese og kaolin. Þeir muldu steininn og blönduðu jarðveg með feiti og öðrum lífrænum bindiefnum til að festa litinn á flötinn. Litirnir sem Kristján blandar eru gerðir með svipuðum aðferðum. Þegar þeir birtast þá öðlast þeir táknrænt hlutverk og fagurfræðilega merkingu, því málverk Kristjáns vísa í ákveðna staði, heiti, sem búa yfir einstakri birtu, jafnvel töfraljóma í huga áhorfenda: Námaskarð, Seyðishólar, Sólheimajökull, Rauðisandur, Betlehem, Carmel, Omaha Beach, Sienna og Bordeux.
En þrátt fyrir að litirnir sem hann skapar úr jarðefnunum byggi á löngu ferli sem hefst með sýnatöku, oft á framandi slóðum, þá snúast rannsóknir hans hvorki um ferðalög, jarðfræði, né efnafræði. Hins vegar mætti tengja þær staðfræði eða kortlagningu, jafnvel við einskonar leit að erfðafræði þeirra svæða sem hann heimsækir. Því hugsanlega býr jarðvegurinn sem hann safnar á þessum ólíku stöðum yfir líffræðilegri auðkenningu? Gulur sandurinn á Omaha Beach, geymir enn ummerki mannskæðrar lokaorustu á sögulegu átakasvæði síðari heimstyrjaldar, en hvaða leyndarmál geymir jarðvegurinn í Betlehem?
Texti: Æsa Sigurjónsdóttir

Details

Start:
21 January, 2023
End:
25 February, 2023
Event Tags:
, ,
Website:
https://fb.me/e/2v9Dk0lm1

Venue

BERG Contemporary
Klapparstígur 16
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website