Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir: The Only Constant is Change

28 May, 20222 October, 2022

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir’s installation The Only Constant is Changebears an element of familiarity as the artist revisits and combines components from former works in a new manner. The multifaceted piece conforms to its own inner operating system on one hand and the presence of guests on the other, disguising the starting point of motion.

The only constant is change is a materialized reflection, a celebratory nod even, towards the systematic thinking which has been Ingunn’s modus operandi, although currently shown in an expanded version. Through the years Ingunn has developed and worked in alignment with personalized systematic processes; with The Only Constant is Change she shifts her focus towards the technical systems and systemic processes that govern, directly and indirectly, humanity and the world at large. The piece evokes questions around algorithms, coding, political and economic systems together with internet scrolling alike; putting personal agency and influence into question.

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir (b. 1976) graduated with a MA degree in Fine Art from the Iceland University of the Arts in 2017 and a BA degree in Fine Art from the same institution in 2007. She also holds a BA degree in Art History from the University of Aarhus, received in 2002. Ingunn works mainly in painting, weaving and installation.

In her work, Ingunn has an inclination to extend the field of abstract painting into an open system, where the work is animated by the viewer and the space through direct participation.

Sýninguna Ekkert er víst nema að allt breytist má skoða sem hugleiðingu og jafnvel óð listakonunnar til þeirrar kerfishugsunar sem einkennt hefur verk hennar til þessa en þó í víðara samhengi. Samhliða þróun á eigin hugmyndakerfi beinir Ingunn nú einnig sjónum sínum að þeim tæknilegu og hugmyndafræðilegu kerfum sem stýra, leynt og ljóst, mannfólkinu og heiminum í heild. Hvort sem um ræðir algóritma og kóða, eða litið er til pólitískra kerfa, fjármálakerfa, eða persónulegt vafur um internetið er grandskoðað, þá veltir verkið Ekkert er víst nema að allt breytist upp spurningum um hver sé við stjórnvölinn og hver áhrif og forráð einstaklingsins raunverulega séu.

Á sýningunni gætir kunnuglegra stefja frá fyrri verkum sem þó hafa aldrei verið sameinuð áður. Þessi fjölþætta innsetning Ingunnar Fjólu stýrist af mismunandi þáttum, annars vegar innbyggðu kerfi verksins og hins vegar aðkomu áhorfandans og því óljóst hver aflvaki verksins er hverju sinni.

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir (f. 1976) útskrifaðist með MA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2017 og BA-gráðu í myndlist frá sömu stofnun árið 2007. Hún er einnig með BA-gráðu í listasögu frá háskólanum í Árósum frá 2002.
Í listsköpun sinni fæst Ingunn við ýmsa miðla eins og málverk, vefnað og innsetningar. Verk hennar fela oft í sér gagnvirkni eða beina þátttöku og teygir hún þannig verkin inn í opið kerfi þar sem þau lifna við fyrir tilstilli áhorfenda og rýmisins.