
- This event has passed.
Hans Jóhannsson: Ómur aldanna
1 October, 2023–15 October, 2023

Dagana 1. – 15. október nk. verður haldin hátíð í Ásmundarsal til að fagna rösklega fjögurra áratuga starfsferli Hans Jóhannssonar, fiðlumiðs. Sýnd verða tugir hljóðfæra, allt frá barokkhljóðfærum til klassískra strengjahljóðfæra, auk tilraunahljóðfæra og hljóðskúlptúra í anda 21. aldar.
Strengjahljóðfæri (fiðlur, víólur, selló og bassar) eru bakbeinið í hljómi allrar klassískrar tónlistar hvort heldur sem litið er til hefðar genginna árhundraða eða samtímans. Í gegnum yfirlitssýningu, viðburðaröð og fjölda tónleika er markmið hátíðarinnar Ómur aldanna – fiðlusmíði í 40 ár, að segja sögu fiðlusmíði undanfarinna 500 ára í gegnum kviksjá starfsferils Hans, auk þess að varpa ljósi á nýsköpun og framtíðarmöguleika í hönnun og þróun þeirra strengjahljóðfæra sem notuð eru til að þjóna klassískum tónlistararfi. Horft verður til sögu og hefðar, goðsagna, smíða, hljóms, tónlistarflutnings, sambands hljóðfæraleikara við hljóðfærið sitt og síðast en ekki síst upplifunar þeirra sem hlusta og njóta.