
- This event has passed.
Halla Mía: Án titils
18 November, 2022–11 December, 2022

Verkið ÁN TITILS hefur verið tíu mánuði í smíðum og er veigamesta verk Höllu Míu hingað til.
Halla Mía (f.1986) er sjálfstætt starfandi dagskrárgerðarmaður búsett á Ísafirði. Hún lauk mastersnámi í sjónrænni mannfræði frá Freie Universität í Berlín 2013 og BA gráðu í íslensku og ritlist frá Háskóla Íslands 2011. Eftir útskrift hefur Halla unnið við hvers kyns dagskrárgerð fyrir útvarp, sjónvarp og vef, fyrir Ríkisútvarpið og sem sjálfstætt starfandi. Halla starfaði sem fréttamaður RÚV á Ísafirði á árunum 2015-2019.