
- This event has passed.
Glímutök
4 November, 2023–22 November, 2023

Myndlistarmennirnir Þorvaldur Jónsson og Skarphéðinn Bergþóruson hafa unnið nýjar seríur hver í sínu horni og etja nú verkunum saman í Gallery Port.
Þessir fyrrum nágrannar og samstarfsmenn taka málverkið ekki sömu tökum, en glíman er sú sama.
Þorvaldur Jónsson (1984) útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur síðan þá tekið þátt í fjölda sýninga, bæði hérlendis og utan landsteinanna. Verk hans hafa meðal annars verið sýnd í Listasafni Reykjavíkur, Gerðarsafni í Kópavogi, Hafnarborg, Listasafni Akureyrar og Safnasafninu á Svalbarðsströnd.
Skarphéðinn Bergþóruson (1982) er skáld og myndlistarmaður í Reykjavík. Hann hefur haldið nokkrar myndlistarsýningar á liðnum árum og oft í samstarfi með öðrum myndlistarmönnum.

Myndlistarmennirnir Þorvaldur Jónsson og Skarphéðinn Bergþóruson hafa unnið nýjar seríur hver í sínu horni og etja nú verkunum saman í Gallery Port.
Þessir fyrrum nágrannar og samstarfsmenn taka málverkið ekki sömu tökum, en glíman er sú sama.
Þorvaldur Jónsson (1984) útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur síðan þá tekið þátt í fjölda sýninga, bæði hérlendis og utan landsteinanna. Verk hans hafa meðal annars verið sýnd í Listasafni Reykjavíkur, Gerðarsafni í Kópavogi, Hafnarborg, Listasafni Akureyrar og Safnasafninu á Svalbarðsströnd.
Skarphéðinn Bergþóruson (1982) er skáld og myndlistarmaður í Reykjavík. Hann hefur haldið nokkrar myndlistarsýningar á liðnum árum og oft í samstarfi með öðrum myndlistarmönnum.