Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

GERÐUR

11 May, 202331 December, 2023

Gerðarsafn opnar í fyrsta skipti grunnsýningu tileinkaða Gerði Helgadóttur (1928-1975) á neðri hæð safnsins. Sýningin leggur ríka áherslu á skúlptúr og varpar ljósi á sköpunarkraft, framúrstefnu og tilraunamennsku listakonunnar, margbreytileika verkanna og fjölbreyttan efnivið.
Gerður var frumkvöðull innan höggmyndalistar og brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist á Íslandi. Gerður ögraði viðurkenndum hugmyndum um myndlist með tilraunakenndri nálgun sinni á ólíkan efnivið, breytilega fagurfræði og vísanir sem mótuðust af breiðu áhugasviði hennar. Tilraunakennd, stórhuga og framúrstefnuleg nálgun Gerðar markaði henni sess sem einn helsti myndhöggvari þjóðarinnar og kallast sterkt á við myndlist samtíma okkar. Á tímum sem einkennast af örum breytingum, óendanlegum möguleikum og stöðugri óvissu veitir arfleifð Gerðar okkur innblástur. Verk hennar vekja okkur til umhugsunar og hvetja okkur til að nálgast ólíkan efnivið, fagurfræði, nálgun og vísanir á eigin forsendum.
Til grundvallar sýningarinnar er rannsóknarverkefni sem stendur yfir á safninu á listferli Gerðar Helgadóttur og safneign safnsins. Sett hefur verið upp rakastýrt varðveislurými inni í sýningunni til að framlengja listaverkageymslu safnsins og bjóða þannig sýningargestum að skoða fjölda verka auk þess að tryggja bestu varðsveisluskilyrði fyrir verkin.

Details

Start:
11 May, 2023
End:
31 December, 2023
Event Tags:
,
Website:
https://gerdarsafn.kopavogur.is/

Venue

Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
Hamraborg 4
Kópavogur, 200 Iceland
+ Google Map
View Venue Website
For the first time Gerðarsafn, Kópavogur Art Museum, opens a permanent exhibition dedicated to Gerður Helgadóttir (1928-1975). The exhibition places an emphasis on her sculptural works and sheds light on the artist‘s vigorous creativity and her experimental avant-garde approach to creating complex works of incredible range.
The basis of the exhibition is an ongoing research project at the museum on the career of Gerður Helgadóttir and the numerous works by her held in the museum’s collection. A humidity-controlled storage space has been set up inside the exhibition to extend the museum’s art storage and thus invite exhibition visitors to view several of Helgadóttir’s works and at the same time ensure the best storage conditions for the pieces.

Details

Start:
11 May, 2023
End:
31 December, 2023
Event Tags:
,
Website:
https://gerdarsafn.kopavogur.is/

Venue

Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
Hamraborg 4
Kópavogur, 200 Iceland
+ Google Map
View Venue Website