
- This event has passed.
Eygló Harðardóttir: Þú átt leik
21 October, 2023–19 November, 2023

Verk sýningarinnar eru máluð og unnin úr handgerðum pappír, kopar, ull og lituðu gleri. Þau eru unnin sem marglaga, lifandi rannsókn – þar sem ferli og umbreyting hafa fengið að dvelja í og með efninu, og þannig hleypt hvoru öðru af stað – í ferlinu, sem má líkja við umbreytingarás.
Samnefnt bókverk „Þú átt leik“ er til sýnis í Gunnfríðargryfju og má rekja upphaf þess til Varanasi þar sem Eygló sótti listamannadvöl árið 2019 –2020. Kjarni bókverksins eru lagskiptir indverskir pappírsstaflar, bundnir saman, unnir úr auðfengnum handunnum pappír, mislitum þráðum og sögulegum litarefnum fengnum í Varanasi. Saman við indverskan efniviðinn hefur sandpappír, flauelspappír, olíu og þurrpastel litum verið bætt við eftir tveggja ára úrvinnslu í Reykjavík. „Þú átt leik“ er stefnumót tveggja gerólíkra staða í tveimur heimsálfum sem saman mynda margskipt og marglaga bókverk, þar sem tími og efni eiga í samtali og umbreytingarferlið á leik.