Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Dieter Roth: Jewellery

5 June, 202222 January, 2023

Dieter Roth (1930—1998) was a pioneer who respected no boundaries: a thinker, trailblazer, poet, musician, filmmaker and visual artist. A less well-known aspect of his career is that he also made an impression with his creation of innovative jewellery, starting in Iceland in the late 1950s.

The first pieces of jewellery designed by Roth were made in collaboration with his wife, artist Sigríður Björnsdóttir, at the kitchen table in their home; but before long they were offered better facilities in the atelier of goldsmith Halldór Sigurðsson at Skólavörðustígur 2 in central Reykjavik

Roth‘s jewellery, generally composed of screws, bolts and other mechanical parts, could be assembled in various different ways, and reconfigured. His jewellery-making was characterised by the same approach as his art: he made use of materials that were generally dismissed as waste or refuse, which he transformed.

No two objects are alike; Dieter Roth was familiar with the qualities of the material, and worked directly with it. In the 1960s Roth embarked on collaboration with Swiss goldsmith Hans Langenbacher; the two men had first met at the atelier of goldsmith Jón Sigmundsson in Reykjavík in 1958, and been impressed by each other‘s methods, use of materials, and skill.

At the National Gallery of Iceland, an opportunity is offered for the first time to see Dieter Roth‘s unique jewellery in a coherent context. The exhibition bears witness to his experimentalism and unconventional methods, and sheds new light on the oeuvre of this outstandingly versatile artist.

Curator: Björn Roth

Details

Start:
5 June, 2022
End:
22 January, 2023
Event Tags:
,
Website:
https://www.listasafn.is/en/art/exhibitions/jewellery/

Venue

The National Gallery of Iceland
Fríkirkjuvegur 7
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website

Dieter Roth (1930—1998) var í senn brautryðjandi sem virti engar takmarkanir, hugsuður, frumkvöðull, skáld, tónlistarmaður, kvikmyndagerðarmaður og myndlistarmaður. Færri vita að hann vakti jafnframt athygli fyrir nýstárlega skartgripasmíði sem hann hóf að fást við á Íslandi seint á sjötta áratug síðustu aldar.

Fyrstu skartgripirnir sem Dieter hannaði voru unnir í samstarfi við konu hans, Sigríði Björnsdóttur, heima á eldhúsborðinu og fljótlega bauðst þeim betri aðstaða á verkstæði Halldórs Sigurðssonar gullsmiðs að Skólavörðustíg 2.

Skartgripi Dieters, sem hann gerði gjarnan úr skrúfum, boltum og öðrum mekanískum hlutum, mátti setja saman á mismunandi vegu og breyta þeim. Nálgun hans við skartgripagerð var hin sama og einkenndi myndlist hans; að nýta ýmiss konar efni sem almennt var talið rusl eða úrgangur og umbreyta því. Engir þessara muna eru eins, Dieter þekkti eiginleika efniviðarins og vann hugmyndir sínar beint í hann.

Á sjöunda áratug síðustu aldar hófu Dieter Roth og svissneski gullsmiðurinn Hans Langenbacher samstarf, en þeir hittust fyrst á vinnustofu Jóns Sigmundssonar gullsmiðs í Reykjavík 1958 og hrifust mjög af vinnubrögðum, efnisnotkun og færni hvor annars.

Í Listasafni Íslands gefst nú í fyrsta sinn tækifæri til að leiða einstaka skartgripi Dieters augum í heildstæðu samhengi. Sýningin ber tilraunagleði myndlistarmannsins og óvenjulegum vinnuaðferðum hans glöggt vitni og varpar nýju ljósi á verk þessa einstaklega fjölhæfa listamanns.

Sýningarstjóri: Björn Roth

Details

Start:
5 June, 2022
End:
22 January, 2023
Event Tags:
, ,
Website:
https://www.listasafn.is/list/syningar/skartgripir/

Venue

The National Gallery of Iceland
Fríkirkjuvegur 7
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
View Venue Website