Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Carl Boutard & Ásmundur Sveinsson: Gróður jarðar

16 October, 202130 January, 2022

Höggmyndalist Carls Boutard hefur þróast út frá staðfastri ástríðu listamannsins fyrir umhverfinu, einkum undir beru lofti. Verk hans eru gjarnan unnin í samhengi við almannarými og þau endurspegla tengsl á milli manns, náttúru og menningar. Carl lýsir sér sem „gamaldags myndhöggvara“ og vísar þá til áherslu sinnar á efni og form og þá virkni verkanna að þau taki breytingum eftir því frá hvaða sjónarhorni horft er á þau. Þar má gjarnan sjá tilraunir með tómarúm eða op inni í mótaðri umgjörð. Verkin kunna að virðast óhlutbundin en þau eru iðulega dregin af náttúrulegum formum sem finna má agnarsmá í jurtaríkinu eða gríðarstór í himingeiminum.

Fjölmargt í listsköpun Carls Boutard á sér samsvörun í ævistarfi Ásmundar Sveinssonar.

Það er spennandi að sjá verk þessara myndhöggvara ólíkra tíma kallast á. Carl sýnir ný verk eftir sjálfan sig og velur verk Ásmundar til samtals við þau. Sýningin er hluti af sýningartvennu í Ásmundarsafni árið 2021 en sýning Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur verður opnuð snemma árs og sýning Carls að hausti. Með þessum sýningum opnar Ásmundarsafn eftir mestu endurbætur frá því það var opnað almenningi árið 1986. Gestir öðlast nýja sýn á arfleifð hins gamalkunna og ástsæla listamanns í gegnum linsu tveggja samtímalistamanna og í hinu fallega umhverfi sem Ásmundarsafn og garðurinn í kring móta.

Carl Boutard er fæddur 1975 í Kiruna, Svíþjóð og stundaði nám við Malmö Art Academy og Listaháskóla Íslands í Reykjavík. Auk þess hefur hann lært arkitektúr við Konunglegu tækniháskólann í Stokkhólmi. Verk Boutards hafa verið sýnd í Listasafni Malmö, Lunds Konsthall, Sven-Harrys konstmuseum, Artipelag, Bonniers Konsthall og Centre Culturel Suédois í París. Boutard hlaut ISCP-styrkinn í New York árið 2015 og meðal verka hans í almannarými eru skúlptúrar í Stokkhólmi, Uppsölum, Karlstad, Lundi í Svíþjóð sem og í Heidenheim, Þýskalandi. Hann á verk í söfnunum í Malmö Art Museum, Public Art Agency Sweden og Skissernas Museum – Museum of Artistic Process and Public Art í Lundi. Carl er lektor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands.

Sýningarstjóri:Markús Þór Andrésson

Carl Boutard’s sculptural practice has been shaped by his constant longing for the outdoors. Often situated or made in public space, it observes and reflects on the relationship between human beings, nature and culture. Carl describes himself as an “old-fashioned sculptor” and refers to his emphasis on material and form, and the function of the works to change depending on the point of view from which they are viewed. There you can often see experiements with emptiness or an opening inside a molded frame. The works may appear abstract, but are often drawn from natural forms that can be found in the tiny plant kingdom or in the vast universe.

Much of Carl Boutard’s art practice is paralleled in the lifework of Ásmundur Sveinsson. It is exciting to see the work of these sculptors from different times call upon one another. Carl exhibits new work after himself and selects work by Ásmundar in conversation with them. The exhibition is part of a two-exhibition series in Reykjavík Art Museum – Ásmundarsafn during 2021, including an exhibition of work by Sirra Sigrún Sigurðardóttir to open early in the year and Carl’s exhibition will follow in the fall. With these exhibitions, Ásmundarsafn will re-open following the largest renovation since its opening to the public in 1986. Visitors will gain new perspective on the heritage of the well-known and cared for artist through the lens of two contemporary artists, and within the beautiful environment of Ásmundarsafn and the surrounding garden.

Carl Boutard, born 1975 in Kiruna, has studied at Malmö Art Academy and Iceland University of the Arts, Reykjavik. In addition, he has studied architecture at the Royal Institute of Technology in Stockholm. Boutard’s work has been shown at Malmö Art Museum, Lunds Konsthall, Sven-Harrys konstmuseum, Artipelag, Bonniers Konsthall and Centre Culturel Suédois in Paris. Boutard was awarded the ISCP-scholarship in New York in 2015 and his public commissions include sites in Stockholm, Uppsala, Karlstad, Lund and Heidenheim, Germany. He is represented in the collections at Malmö Art Museum, Public Art Agency Sweden and Skissernas Museum – Museum of Artistic Process and Public Art in Lund. Carl is Assistant Professor at the Department of Fine Art at Iceland University of the Arts.

Curator: Markús Þór Andrésson

Details

Start:
16 October, 2021
End:
30 January, 2022
Event Tags:
,
Website:
https://artmuseum.is/exhibitions/carl-boutard