Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Til fundar við Eldfell

9 September, 202321 October, 2023

Til fundar við Eldfell er ávöxtur af samtali tveggja listamanna, sýningastjóra og mannfræðings um sameiginlegan áhuga þeirra á Eldfelli, sem leiddi af sér samstarfsverkefni í tilefni 50 ára afmælis eldfjallsins.

Á sinni stuttu ævi hefur Eldfell og sagan um gosið veitt fólki um allan heim innblástur. Það hefur sótt eldfjallið heim, hvert á sínum forsendum, til að kynnast og upplifa þennan merka stað. Á sýningunni  verður í fyrsta sinn dregið saman safn verka, bæði nýrra og eldri, eftir um tuttugu íslenska og erlenda listamenn, rithöfunda og fræðimenn sem hafa rannsakað Eldfell. Þá verða einnig sýnd mikilvæg gögn úr söfnum, svo sem fyrsta skjálftaritið, jarðskjálftamyndin sem benti til goss, sýni úr borkjarna frá hrauni Eldfells og dagbækur jarðfræðinga frá dögum gossins. Á sýningunni verða teikningar, málverk, textíll, ljósmyndir, þrykk, jarðfræðilegir skúlptúrar, kvikmyndir og ritaður texti.

Sýningunni hefur vaxið fiskur um hrygg undir forystu undirbúningshópsins, og hún er orðin vísir að margþættri ævisögu eldfjallsins. Við vonum að þetta sé upphafið að því að haldið verði utan um safn verka um Eldfell, sem tengi saman gesti, sem sótt hafa Eldfell heim, og Vestmannaeyinga. Fólk mætir Eldfelli á mismunandi forsendum. Hvort sem um er að ræða þau sem flúðu eyjuna um miðja nótt þegar gosið hófst eða barnabörnin sem nú eru að fikra sig upp eftir fjallinu í fyrsta skipti  eru samskiptin við fjallið ávallt áminning um að við erum hluti af vaxandi jarðfélagslegri fjölskyldu með sameiginlega ábyrgð sem teygist um alla jörð,“ segja sýningarstjórarnir, Ilana Halperin og Vala Pálsdóttir.

Á sýningunni verða verk eftir listamenn, rithöfunda og fræðimenn. Þau eru: Anna Líndal, Adam Putnam, Ayan Farah, Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Dieter Roth, Emma Stibbon, Frank Siteman, Genya Turovskaya, George Carman, Gísli Pálsson, Hugh Raffles, Ilana Halperin, Jesse Bransford, John McPhee, Keith Grant, Kirsty Badenoch, Kristján Steingrímur, Ragna Róbertsdóttir og Þorgerður Ólafsdóttir auk prentefnis frá SITE, Inc./Alison Sky við Roberts Smithsons.

Ljósmynd: On the way to Eldfell, May 6th, 2023, c-print, Ilana Halperin. Með leyfi Patricia Fleming Gallery.

Safnahús Vestmannaeyja

Opnunartími Safnahúss Vestmannaeyja: Í september verður safnið opið alla daga vikunnar frá klukkan 10 að morgni til klukkan 17 síðdegis. Í október verður opið alla virka daga frá klukkan 10 að morgni til klukkan 17 síðdegis. Auk þess er einnig opið á laugardögum frá klukkan 12 til 15 síðdegis. Frekari upplýsingar veitir Sigurhanna Friðþórsdóttir, safnstjóri Sagnheima, sigurhanna@vestmannaeyjar.is.

Venue

Safnahús Vestmannaeyja
Kirkjuvegur 52
Vestmannaeyjar, 900 Iceland
+ Google Map
Phone:
4882040
View Venue Website