
- This event has passed.
Helena Margrét Jónsdóttir: Alveg eins og alvöru
24 August, 2023–22 October, 2023

Helena Margrét vinnur með sígilda eiginleika málverksins til að líkja eftir hinum sýnilega veruleika. Hugmyndir hennar birtast í einskonar töfraraunsæi á striga þar sem hún málar fyrirbæri af mikilli nákvæmni. Viðfangsefnin finnur hún ýmist í umhverfinu eða í hinum stafræna heimi. Að auki eru þau viðfangsefni sem hún fangar oftar en ekki eftirlíking úr gerviefni af einhverju öðru. Þannig verður til tvöföld eftirlíking – fyrst í fyrirmyndinni og svo í eftirmyndinni.
Það stafar engin ógn af gervikönguló og engin ilmur berst af nælonblómum.
Helena Margrét fjallar um blendnar tilfinningar og flókið samspil þess að þrá eitthvað og hafa á því óbeit. Köngulóin og vefur hennar er endurtekið þema í verkum Helenu Margrétar en köngulóin vísar í óbeit listamannsins á dýrinu. Til að vinna á þessari óbeit málar Helena Margrét köngulóna ýmist í gervi tuskudýrs, eyrnalokks og jafnvel hárklemmu sem gerir nálægð hennar þægilegri. Þó er fyrirmyndin aldrei langt undan og vekur upp hroll og jafnvel andstyggð. Drykkirnir tákna aftur á móti eitthvað girnilegt og mynda andstæðu við hin neikvæðu viðbrögð en falsað eðli hlutanna dempar áhrif þeirra allra.
Helena Margrét tengir þessi manngerðu gerviefni við ótta, langanir, kvíða og þrár. Efni og áferðir sem líkja eftir lífi, en munu ennþá standa óbreytt löngu eftir okkar tíma.
Helena Margrét Jónsdóttir (f. 1996) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2019 eftir að hafa stundað nám í myndlist við Konunglega Listaháskólann í Haag í Hollandi og Myndlistarskólann í Reykjavík. Nýlegar einkasýningar Helenu eru Liquida (2021) í Plan X Art Gallery í Mílanó og Þú getur ekki fest þig í þínum eigin vef (2022) í Ásmundarsal. Helena tók einnig þátt í samsýningunni Allt sem sýnist – Raunveruleiki á striga á Kjarvalsstöðum 2020.
Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007 í Listasafni Reykjavíkur – Hafnahúsi. Hér er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.
Sýningarstjóri: Björk Hrafnsdóttir

Helena Margrét works with the classical qualities of painting to mimic the visible reality as a form of representation. Her ideas manifest themselves in a kind of magical-realism, painting objects and creatures with great precision that she finds either in the environment or in cyberspace. Furthermore, the subjects of her paintings are more often than not replicas in synthetic material. This creates a double replica – first in the subject and then in the representation on canvas.
Fake spiders are no threat to anyone and nylon flowers carry no smell.
Helena associates these synthetics elements with fears, desires, anxieties, and longings. Materials and textures that imitate life but will remain unchanged long after our time.
Helena Margrét Jónsdóttir (b. 1996) is a visual artist based in Reykjavík. She graduated from The Iceland University of the Arts in 2019 after having studied fine art at The Reykjavík School of Visual Arts and The Royal Academy of Art in Den Haag. Recent solo exhibitions include Liquida (2021) at Plan X Art Gallery in Milan, Italy and A Ghost of Another Ghost (2021) at Hverfisgallerí. Helena also participated in the group show What it Seems – Reality on Canvas at Kjarvalsstaðir in 2020.
The D-Gallery exhibition series started in 2007 and there, emerging artists who are contributing to the development of the local contemporary art scene are invited to hold their first solo exhibition in a public museum.
Curator: Björk Hrafnsdóttir