
- This event has passed.
Listasýning og opið stúdíó
13 May, 2023–15 June, 2023

Við Ástríður Jósefína Ólafsdóttir og Clizia Macchi viljum bjóða ykkur í pop-up listasýningu og opið stúdíó / deilt sköpunar rými við Hjartatorgið, þar sem Þula Gallery var.
Við erum báðar aldar upp í litlum fjallaþorpum í mið-Ítalíu, við deilum ástríðu fyrir loftfimleikum og fluttum til Íslands rétt áður en Covid tók samfélagið í gíslingu.
Það er því ekki nema eðlilegt að leiðir okkar hafi legið saman á Íslandi, en við vorum saman með stúdíó á síðasta ári og núna opnum við þessa vor-sýningu út júní.
Nýjar og eldri olíumálverk verða til sýnis og ný verk verða unnin á staðnum á meðan á sýningunni stendur.
Sýningin verður opin miðvikudaga-laugardaga frá 13 til 17, eða eftir samkomulagi.