Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Hildur Hákonardóttir: Red Thread

14 January, 202312 March, 2023

Red Thread is a diverse and extensive exhibition on the works of artist Hildur Hákonardóttir. During her long career, she has addressed contemporary issues and gender politics, using varied media but mostly weaving. The exhibition contains many of Hildur’s best-known works, which have become important landmarks in Icelandic cultural history and influenced societal changes. There are also installations, photographs, videos and computerised drawings from a career that spans over 50 years. Curator is Sigrún Inga Hrólfsdóttir, but the exhibition is the result of her research into Hildur’s career. In 2021, Reykjavík Art Museum was awarded the Museum Fund’s Excellence Grant to examine women’s part in Icelandic art.

The exhibition offers an insight into Hildur’s career and her methods, which are interwoven with prevailing issues of each period, particularly regarding the environment and equality. Hildur is also a productive cultivator and has speculated on various systems, both manmade and organic, that can be found in the world.

Between 1956 and 1963, Hildur lived in New York State with her then-husband who later became one of the pioneers of computer technology in Iceland. Thus, she witnessed the computer technology in its infancy, but also got to know the women’s rights movement, black people’s fight for their rights, war opposition and environmental discussions, as well as perceive new manifestations within the art world – pop art, Fluxus and conceptual art.

Hildur studied tapestry at The Icelandic College of Art and Crafts 1964-68 and Edinburgh College of Art in 1969. She thought her studies had been mostly in futility when she graduated in 1969, but soon realised that if you know how to weave, you know how to organise a mass movement.

She was one of the pioneers of the redstocking movement which transformed the equality struggle in the 1970s. The redstockings participated in political discourse and initiated publishing, performances and other types of activism, opening the eyes of many to the oppression of women. Hildur was one of the few women in SÚM artist collective, and ever since her first exhibition at Gallerí SÚM in 1971, she has addressed contemporary issues through traditional weaving techniques, mixed with other methods. Between 1975 and 1978, she was headmistress of The Icelandic College of Art and Crafts and opened two new departments in the school, including what later became the modern art department and was meant to further new, postmodern ideologies of the times. This department had considerable effect on the art world in Iceland and further afield, and so Hildur’s influence on art education in Iceland is still visible. She was director of LÁ Art Museum for a long time. In recent years, Hildur has focused on writing, her best-known books are Ætigarðurinn (2005) and Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú? (I – II, 2019-2021).

The exhibition is accompanied by the publishing of a superb book on Hildur’s life’s work, with discussion about her key works, photos from her career and and essay by  curator Sigrún Hrólfsdóttir.

Rauður þráður er fjölbreytt og yfirgripsmikil sýning á verkum myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur.

Hildur hefur á löngum starfsferli sínum tekið á málefnum samtíma síns og kynjapólitík og nýtt til þess fjölbreytta miðla, þó mest vefnað. Á sýningunni má sjá mörg af þekktustu verkum Hildar sem hafa öðlast mikilvægan sess í íslenskri menningarsögu og haft áhrif til breytinga í þjóðfélaginu. Einnig verða sýndar innsetningar, ljósmyndir, myndbandsverk og tölvugerðar teikningar frá víðfeðmum ferli sem spannar yfir 50 ár. Sýningarstjóri er Sigrún Inga Hrólfsdóttir en sýningin er afrakstur rannsóknar Sigrúnar á ferli Hildar. Listasafn Reykjavíkur hlaut Öndvegisstyrk Safnaráðs árið 2021 til þess að rannsaka hlut kvenna í íslenskri myndlist í samstarfi við námsbraut í listfræði við  Háskóla Íslands. Sýningin er sú fyrsta af þremur sem úr þessum Öndvegisstyrk kemur.

Sýningin veitir innsýn í feril Hildar og starfsaðferðir hennar í gegnum tíðina sem eru samofnar þeim málefnum sem eru efst á baugi í samtíma okkar, einkum umhverfis- og jafnréttismál. Hildur er einnig mikilvirkur ræktandi og hefur velt fyrir sér margvíslegum kerfum, bæði manngerðum og lífrænum, sem er að finna í heiminum. Hildur var búsett í New York fylki 1956-1963 ásamt þáverandi eiginmanni sínum sem varð síðar einn af frumkvöðlum tölvutækni á Íslandi. Hún varð því vitni að frumbernsku tölvutækninnar en kynntist líka kvennabaráttu, réttindabaráttu svartra, andstöðu við stríðsrekstur og umhverfisumræðu, jafnframt því að skynja nýjar birtingarmyndir innan myndlistarinnar – popplist, flúxus og konsept.

Hildur lærði myndvefnað við Myndlista- og handíðaskólann 1964-68 og Edinburgh College of Art 1969. Henni þótti hún hafa lært fánýti þegar hún útskrifaðist úr listaskólanum árið 1969 en áttaði sig fljótlega á því að sú sem kann að vefa kann að skipuleggja fjöldahreyfingu.

Hún var ein af frumherjum Rauðsokkahreyfingarinnar sem olli straumhvörfum innan jafnréttisbaráttunnar á áttunda áratugnum. Rauðsokkur tóku þátt í pólitískri umræðu og stóðu fyrir útgáfu, gjörningum og öðrum aktívisma sem opnaði augu margra fyrir kúgun kvenna. Titill sýningarinnar er skírskotun til vefnaðar og textíls en líka til þess hvernig vefnaður er notaður sem myndlíking í tungumálinu. Rauður er litur byltingarinnar þó svo það sé ekki sagt berum orðum.

Hildur var ein fárra kvenna í SÚM og allt frá fyrstu einkasýningu sinni í Gallerí SÚM árið 1971 hefur hún unnið með hugmyndir samtíma síns með hefðbundnum aðferðum vefnaðar í bland við aðra tækni. Árin 1975-78 var hún skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla Íslands og setti þá á fót tvær nýjar deildir við skólann, þar á meðal Deild í mótun (síðar Nýlistadeild) sem var ætlað að fleyta fram nýjum hugmyndastraumum þess tíma sem kenndir hafa verið við póstmódernisma. Þessi deild átti eftir að hafa umtalsverð áhrif innan myndlistarheimsins á Íslandi og víðar og þannig gætir enn þeirra áhrifa sem Hildur hafði á myndlistarmenntun á Íslandi. Hún var lengi safnstjóri Listasafns Árnesinga. Í seinni tíð hefur Hildur einbeitt sér að ritstörfum og eru þekktastar bækurnar Ætigarðurinn (2005) og Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú? ( I-II 2019-2021).

Samhliða sýningunni kemur út vegleg bók sem er heimild um ævistarf Hildar með umfjöllun um lykilverk hennar, myndum frá ferlinum og ritgerð Sigrúnar –  auk greina eftir Guðmund Odd Magnússon. Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur ritar formála.