
- This event has passed.
Halla Birgisdóttir: Draugar og annað sem er liðið
17 December, 2022–8 January, 2023

Á sýningunni Draugar og annað sem er liðið má sjá 44 myndljóð sem fjalla um minningar, tilfinningar og annað sem ásækir okkur. Í gamla daga var algengt að fólk sæi drauga í því kolniðamyrkri sem það bjó við. Hvernig sjáum við drauga í okkar upplýsta samfélagi? Eru til hversdagslegir draugar? Skilur allt sem við gerum eftir sig ummerki? Myndljóðin eru sýnd í samspili við veggteikningu sem kallast Við skiljum eftir okkur ummerki. Samhliða verkunum kemur út bókverk þar sem finna má teikningarnar af sýningunni.
Halla Birgisdóttir (f. 1988) býr og starfar í Reykjavík. Hún notar teikningar og texta til þess að skapa brotakennd frásagnarrými sem birtast áhorfendum m.a. sem innsetningar, bókverk og veggteikningar. Hún kallar sig myndskáld. www.hallabirgisdottir.org