Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Heads from Clouds – The Portraits of Jóhannes S. Kjarval

16 June, 202218 September, 2022

Throughout his career, Kjarval created portraits, and in this extensive exhibition visitors become acquainted with them. Here, there are oil paintings of well-known people from different periods, watercolours of Italian people from 1920, a selection of ink and India ink drawings from 1928-30, red chalk images of family and close friends, and lesser-known portraits from his later years. Finally, there are group images which have never been displayed together. The exhibition also contains all of Kjarval’s available self-portraits. Kjarval’s portraits have been prominent in retrospectives of his works and various group exhibitions but until now they have not been the focus of a whole exhibition.

Jóhannes Sveinsson Kjarval (1885-1972) is one of Iceland’s most beloved artists, his paintings and interpretation of Icelandic landscape are a big part of the country’s cultural and art history. However, he started his official artistic career as a portrait painter, when he created portraits of four Landsbankinn’s managers, living and dead, in 1923. His drawings of common people in Iceland, from 1926-30, marked a watershed in his career, winning the hearts of the Icelandic people. These portrait drawings were also the first works of his that were acquired for the nation’s art collection.

Kjarval continued painting, drawing and sketching portraits his whole life, the models were both human and otherworldly, historical figures or outright imaginary. Contrary to the portrait traditions of other countries, Kjarval’s portraits, however, are not a clearly defined phenomena in his career, grounded in traditional methodology of portrait-making, but rather an addition of sorts to his vision of nature. This connection between his portraits and his landscapes seems to have been apparent from the start. In his first art critique, from 1927, Halldór Laxness discusses the 1927 drawings and says: “The methods he employs in creating his portraits (…) bear witness to a learned artist’s understanding of Icelandic nature.”

In Kjarval’s works, the faces often spring from known or imaginary landscape of flowers, lava and moss, almost automatically, via a natural, artistic transformation process. In other works, there appears to be a more conscious comparison where the faces are used to underline the unswerving connection between Icelandic nature and the Icelandic people; one of the more tenacious metaphors in discussions of national affairs and nationality back in the day. The artist is also wont to positioning his subjects in a natural environment, clearly Icelandic, which becomes a kind of key to their personality, their temperament or their calling. This also applies to Kjarval’s fictional characters, which come to life through his knowledge of nature. This exhibition clearly displays the main characteristics of Kjarval’s portraits; that they are “about” people rather than “of” them.

 

Curator: Aðalsteinn Ingólfsson

Á gjörvöllum ferli sínum vann Kjarval mannamyndir og á þessari yfirgripsmiklu sýningu fá gestir að kynnast þeim. Hér eru olíumálverk af þekktu fólki frá öllum tímabilum, vatnslitamyndir af ítölsku fólki frá 1920, úrval blek- og túskteikninga frá 1928-30, rauðkrítarmyndir af fjölskyldu og nánum vinum og lítt þekktar andlitsmyndir frá seinni árum hans. Loks má geta um hópmyndir hans sem aldrei hafa verið sýndar saman. Á sýningunni eru einnig allar fáanlegar sjálfsmyndir Kjarvals.

Andlitsmyndir Kjarvals hafa skipað veglegan sess á yfirlitssýningum á verkum listamannsins og samsýningum af ýmsu tagi en til þessa hefur sjónum ekki verið beint að þessum myndum sérstaklega.

Jóhannes Sveinsson Kjarval (1885-1972) er einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar og málverk hans og túlkun á náttúru Íslands skipa stóran sess í menningar- og listasögu landsins. Hann hóf þó sinn opinbera listamannsferil sem málari og teiknari andlitsmynda þegar hann vann árið 1923 portrett af fjórum bankastjórum Landsbankans, lífs og liðnum. Teikningar hans af íslensku alþýðufólki frá árunum 1926-30 mörkuðu svo hin stóru þáttaskil á ferli hans en með þeim vann hann hug og hjarta þjóðarinnar. Um leið voru þessar andlitsteikningar fyrstu myndir hans sem keyptar voru fyrir myndlistarsafn þjóðarinnar.

Kjarval setti sig aldrei úr færi að mála, teikna eða rissa upp andlitsmyndir svo lengi sem hann lifði, og gilti þá einu hvort fyrirmyndirnar voru þessa heims eða annars, sögulegar persónur eða helberar hugsýnir. En öfugt við það sem gerist í mannamyndahefð annarra þjóða eru andlitsmyndir Kjarvals sjaldnast skýrt afmörkuð fyrirbæri á myndlistarferli hans, með rætur í viðtekinni aðferðafræði mannamyndagerðar, heldur eins konar viðauki við náttúrusýn hans. Þessi tengsl milli andlitsmynda hans og landslagsmynda virðast hafa blasað við mönnum frá byrjun. Í fyrsta listdómi sínum, rituðum 1927, fjallar Halldór Laxness um teikningarnar frá 1926 og segir: „Vinnubrögðin í andlitsmyndunum (…) votta skilning hámenntaðs listamanns á íslenskri náttúru.“

Oft kemur það fyrir í verkum Kjarvals að andlitin spretta út úr þekktu eða ímynduðu landslagi blóma, hrauns og mosa nánast sjálfkrafa, í eðlilegu ummyndunarferli myndlistarinnarÍ öðrum verkum virðist eiga sér stað meðvitaðri samanburður, þar sem andlitin eru notuð til að árétta órofa tengsl íslenskrar náttúru og íslensku þjóðarinnar, sem var ein lífseigasta samlíking íslenskrar þjóðmála- og þjóðernisumræðu á árum áður. Þá hefur listamaðurinn þann sið að staðsetja það fólk sem um ræðir í náttúrulegu umhverfi, sýnilega íslensku, sem verður eins konar lykill að persónuleika þess, skapferli eða köllun. Þetta á raunar einnig við um skáldaðar persónur Kjarvals, sem kvikna til lífs vegna þekkingar hans á náttúrunni. Á sýningunni blasir við helsta einkenni á andlitsmyndum Kjarvals sem er að þær eru fremur „um“ fólk en „af“ því.

Á sýningunni eru verk víða að, jafnt úr Kjarvalssafneign Listasafns Reykjavíkur, frá Listasafni Íslands og frá einkasöfnurum sem góðfúslega hafa lánað verk sem mörg hver hafa aldrei komið fyrir almenningssjónir.

Sýningarstjóri: Aðalsteinn Ingólfsson