
- This event has passed.
Ásgrímur Jónsson: Korriró og dillidó
1 January, 2020–31 December, 2021

Step into magic! The visual world of Icelandic folklore and fairy tales created by Ásgrímur Jónsson in his art is a truly enchanted realm. Elves, trolls and ghosts, which had lived in the Icelandic mind in the semi-darkness of the old turf farmhouse, were given a clear form in Ásgrímur’s art. He first exhibited such pieces in Iceland in 1905. Ásgrímur’s works on folklore themes were well received; in the press, reviewers expressed delight that for the first time the folktale heritage was being addressed by an Icelandic artist. Ásgrímur’s depictions of the appearance of elves and trolls met with widespread approval; hence the artist appears to have succeeded in capturing the way that Icelanders in general imagined such beings. Today the folklore paintings form part of the unique cultural heritage conserved in the collections of the National Gallery of Iceland.
The exhibition Corry-Roe and Diddly-Doe, in the artist’s studio in his home on Bergstaðastræti, offers an ideal opportunity to experience the unique supernatural world of elves in their finery and terrifying trolls, as depicted with passionate sincerity by Ásgrímur Jónsson. At the exhibition visitors can listen to a number of folktales, in both Icelandic and English; young and old, families and groups can enjoy them in the unique setting of the artist’s own home.
The National Gallery of Iceland collection includes more than 1,000 works relating to folklore and fairy tales; and in Ásgrímur Jónsson’s sketchbooks are 2,000 drawings mainly inspired by that tradition. The exhibition in Ásgrímur Jónsson’s house displays a selection of his extensive oeuvre of folklore pictures – both oils and watercolours, as well as drawings. These include his interpretations of such tales as Una the Elfwoman, the Night Troll, Gissur á Botnum, Búkolla, Mjaðveig Mánadóttir, the Deacon of Myrká and “Look into my glowing eye, Gunna.”
Details
- Start:
- 1 January, 2020
- End:
- 31 December, 2021
- Event Tags:
- Ásgrímur Jónsson, Ásgrímur Jónsson Collection, Listasafn Íslands, The National Gallery of Iceland
- Website:
- https://www.listasafn.is/english/exhibitions/corry-roe-and-diddly-doe
Venue
- Hús Ásgríms Jónssonar
-
Bergstaðastræti 24
Reykjavík, 101 Iceland + Google Map - View Venue Website

Ævintýrin gerast enn! Myndheimur íslenskra þjóðsagna og ævintýra sem Ásgrímur Jónsson skapaði með verkum sínum er sannkallaður töfraheimur. Álfar, tröll og draugar, sem lifað höfðu í hugskoti þjóðarinnar í rökkri baðstofunnar, tóku á sig skýra mynd í verkum Ásgríms, en hann sýndi slík verk í fyrsta sinn á Íslandi árið 1905. Þjóðsagnamyndir Ásgríms fengu góðan hljómgrunn og í blaðaskrifum um sýninguna er því fagnað að í fyrsta sinn hafi íslenskur listmálari tekist á við að túlka þjóðsögurnar. Mikil sátt virðist hafa ríkt um útlit álfa og trölla í meðförum Ásgríms, svo ætla má að listamanninum hafi tekist að fanga þá mynd sem landsmenn höfðu skapað í huga sér af þessum fyrirbærum. Þjóðsagnamyndirnar eru í dag hluti af einstökum menningararfi sem Listasafn Íslands varðveitir.
Sýningin Korriró og dillidó á vinnustofu Ásgríms í íbúðarhúsi hans við Bergstaðastræti veitir kærkomið tækifæri til að kynnast þeim einstaka ævintýraheimi skrautbúinna álfa og ógnvekjandi trölla sem Ásgrímur Jónsson túlkaði af mikilli einlægni og ástríðu. Á sýningunni er hægt að hlusta á lestur nokkurra þjóðsagna bæði á íslensku og ensku sem bæði ungir og aldnir, fjölskyldur eða hópar geta notið í þeirri einstöku umgjörð sem heimili listamannsins er.
Í safneign Listasafns Íslands eru rúmlega 1.000 verk sem tengjast efni þjóðsagna og ævintýra og í teiknibókum Ásgríms Jónssonar eru yfir 2.000 teikningar sem að stórum hluta sækja myndefni í þennan sagnabrunn.
Á sýningunni í Ásgrímssafni má sjá brot af því fjölbreytta safni þjóðsagnamynda sem Ásgrímur Jónsson lét eftir sig, bæði olíu- og vatnslitamálverk auk teikninga, þ. á m. túlkun á sögunum Una álfkona, Nátttröllið, Gissur á botnum, Búkolla, Mjaðveig Mánadóttir, Djákninn á Myrká og „Horfðu í glóðarauga mitt, Gunna“.
Details
- Start:
- 1 January, 2020
- End:
- 31 December, 2021
- Event Tags:
- Ásgrímur Jónsson, Listasafn Íslands, Safn Ásgríms Jónssonar
- Website:
- https://www.listasafn.is/syningar/korriro-og-dillido
Venue
- Hús Ásgríms Jónssonar
-
Bergstaðastræti 24
Reykjavík, 101 Iceland + Google Map - View Venue Website